OSTAR
Mikið úrval er í ostaborðinu hjá okkur þar af meðal innlendum og erlendum ostum. Hvort sem þú ert að leita að íslenskum Ísbúa eða ítölskum Gorgonzola þá færðu það hjá okkur. Við bjóðum uppá osta úr kúamjólk, geitamjólk og sauðamjólk. Ostabúðin býður upp á allt sem þú þarft til að útbúa hinn fullkomna ostabakka.
Það sem má hafa í huga þegar ostabakki er settur saman:
Á ostabakka er ekki þörf á fleiri en fimm tegundum af osti. Með ostinum er gott að hafa ávexti, grænmeti og brauð eða ósætt og ósalt kex. Látið ost standa við stofuhita í u.þ.b. 1 klst. áður en hann er borinn fram, til þess að ostabragðið njóti sín sem best. Þegar bornir eru fram ostar ásamt smjöri, brauði, ávöxtum og grænmeti, og osturinn er aðalatriðið, þá er gert ráð fyrir 200-250 grömmum af osti á mann. Ef osturinn er borinn fram sem ábætir er passlegt að reikna með u.þ.b. 70-75 grömmum á mann. Ef ostur er á borðum með öðrum réttum, til dæmis í hádegis- eða morgunmat, er gert ráð fyrir 75-100 grömmum á mann. |