VERSLUN

Falleg sælkeraverslun sem býður upp eitt breiðasta úrval islenskra og erlendra osta sem völ er á landinu. Þótt osturinn sé í aðalhlutverki þá er einnig að finna spennandi úrval af sælkeravörum m.a. sultur, handgerð kex, chutney, pesto og fleira viðeigandi. Við bjóðum uppá mikið úrval af vönduðum og fallegum gjafavörum og er sérstök áhersla lögð á bakka, hnífa og annan borðbúnað sem tengist ostamenningu.

Veisluþjónustan okkar er rekin samhliða versluninni, boðið er uppá ostabökur, ostakökur og fjölbreytt úrval af skemmtilegum ostabökkum. Eins er sætur pinnamatur í sukkulaðihjúp sérstaklega vinsæll enda bragðgott augnayndi.

Ostabúðin - Bitruhálsi 2 - 110 Reykjavík - ostar@ostar.is - S: 578 2255
Opnunartími: mán. - fös. 11:00-18:00 -
Lokað á laugardögum á sumrin
laugardagsopnun 1 sep. - 1 jún. 11:00 - 16:00